22. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 30. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Páll Magnússon vék af fundi kl. 10:50. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:20 til að fara á fund forsætisnefndar Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 337. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 09:00
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Ásgeir Runólfsson, Dóróthea Jóhannsdóttir, Hilda Hrund Cortez, Hlynur Hreinsson, Jón Viðar Pálmason, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Kristinn Bjarnason, Marta Birna Baldursdóttir, Þröstur Freyr Gylfason, Högni Haraldsson, Esther Finnbogadóttir og Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Kl. 11:06. Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson, Dagný Brynjólfsdóttir og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu. Gestirnir fóru yfir þá þætti frumvarpsins sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneyta þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Samþykkt var að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

2) 277. mál - staðfesting ríkisreiknings 2019 Kl. 11:51
Formaður lagði fram nefndarálit um málið. Allir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið til 2. umræðu. Undir nefndarálit rita Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Páll Magnússon rita undir álitið með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Ágúst Ólafur Ágústsson ritar undir álitið með fyrirvara. Birgir Þórarinsson mun leggja fram nefndarálit minni hluta.

3) Önnur mál Kl. 11:53
Rætt var um þá vinnu sem framundan er. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 17:59
Fundargerð 20. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:00